Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Það líður varla sá leikur að Mohamed Salah nái ekki einhverjum merkilegum áfanga. Stundum jafnvel fleirum en einum í sama leiknum.
Mohamed Salah skoraði annað mark Liverpool í 4:1 sigrinum á móti Ipswich um helgina. Það með var Mohamed búinn að skora 100 deildarmörk á Anfield Road í efstu deild.
Þetta var 176. deildarmark Mohamed fyrir Liverpool. Hann fór upp um eitt sæti á markalista Úrvalsdeildarinnar og er nú marki á undan Thierry Henry og einu á eftir Frank Lampard. Hann er í sjöunda sæti á listanum. Alan Shearer leiðir listann með 260 mörk.
Markið var það 23. sem Egyptinn skorar í öllum keppnum á keppnistímabilinu. Að auki er hann búinn að leggja upp 17 mörk. Það þýðir að hann er búinn að koma að 40 af þeim mörkum sem Liverpool hefur skorað hingað til á leiktíðinni. Þessum tölum hefur hann náð í 32 leikjum.
Mohamed er sem stendur markahæsti leikmaður efstu deildar á Englandi. Hann er búinn að skora 19 mörk og er einu marki á undan Alf Inge Haaland framherja Manchester City. Egyptinn er líka með flestar stoðsendingar 13 talsins. Næstur honum er Bukayo Saka leikmaður Arsenal. Hann hefur lagt upp tíu mörk.
Til viðbótar varð hann í síðustu viku, gegn Lille, fyrstur leikmanna Liverpool til að skora 50 Evópumörk. Það er komið í sögubækurnar.
Það er ekkert lát á merkilegum áföngum sem Mohamed er að ná síðustu vikur og mánuði. Hann er einfaldlega í heimsklassa!
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær