| Sf. Gutt

Fimm sinnum tuttugu!

Mohamed Salah tryggði Liverpool sigur á Bournemouth í gær með því að skora bæði mörk liðsins 0:2 sigri á suðurströndinni. Þar með er Egyptinn búinn að skora 20 deildarmörk á fimm leiktíðum. Hann hefur afrekað það á fimm af átta keppnistímabilum sínum hjá Liverpool. 

Með fyrra marki sínu á móti Bournemouth var Mohamed kominn upp í 20 deildarmörk í fimmta sinn á ferli sínum hjá Liverpool. Hann er þar með jafn Thierry Henry, Arsenal, í þessum efnum. Sergio Aguero, Manchester City og Harry Kane, Tottenham, náðu 20 mörkum eða fleiri á sex keppnistímabilum. Alan Shearer á metið sjö leiktíðir. Tekið skal fram að hér er bara um árangur í Úrvalsdeildinni að ræða.  

Roger Hunt og Gordon Hodgson deila félagsmeti Liverpool. Þeir skoruðu 20 eða fleiri deildarmörk á sjö keppnistímabilum.

Hér að neðan er listi yfir hversu mörg deildarmörk Mohamed Salah hefur skorað á hverju keppnistímabili fyrir sig hingað til á ferli sínum hjá Liverpool. 

2917/18 - 32 mörk.

2018/19 - 22 mörk.

2019/20 - 19 mörk.

2020/21 - 22 mörk.

2021/22 - 23 mörk.

2022/23 - 19 mörk.

2023/24 - 18 mörk. 

2024/25 - 21 mark hingað til. 

Enn einu sinni hefur Mohamed skráð sig á spjöld sögunnar. Reyndar er ekkert nýtt í því.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan