| Sf. Gutt

Undanúrslitasagan

Liverpool á glæsilega sögu í Deildarbikarnum. Liverpool hefur oftast unnið keppnina og hefur líka oftast leikið í undanúrslitum. Hér að neðan er eitt og annað úr undanúrslitasögu Liverpool í Deildarbikarnum.

- Þetta var í 20. sinn sem Liverpool leikur til undanúrslita í Deildarbikarnum. Það er met!

- Hingað til hefur liðið komist 15 sinnum í úrslit. Það er met!

- Liverpool lék fyrst til undanúrslita í Deildarbikarnum á leiktíðinni 1977/78. Liverpool mætti þá Arsenal. Liðin skildu jöfn án marka í London en Liverpool vann 2:1 á Anfield Road. 

- Stærsti sigur Liverpool í undanúrslitaleik kom á leiktíðinni 2000/01. Liverpool vann þá 5:0 sigur á Crystal Palace. Þetta var seinni leikur liðanna. Palace vann fyrri leikinn í London 2:1.

- Liverpool hefur einu sinni komist í gegnum undanúrslit í vítaspyrnukeppni. Það var á leiktíðinni 2015/16. Liverpool mætti þá Stoke City. Liverpool vann 0:1 í Stoke en Stoke svaraði með 0:1 sigri á Anfield. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni sem Liverpool vann 6:5.

- Aðeins einu sinni hefur Liverpool tapað báðum viðureignum í undanúrslitum. Það var á móti Southampton á leiktíðinni 2016/17. Southampton vann báða leikina 1:0.

- Á þessari leiktíð tapaði Liverpool 1:0 fyrir Tottenham í London. Liverpool sneri blaðinu við í seinni leiknum með 4:0 sigri. 

Undanúrslit í enska Deildarbikarnum fara þannig fram að leikið er heima og að heiman. Venjulega fara undanúrslit í knattspyrnukeppnum þannig fram að einn leikur er leikinn. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan