| Sf. Gutt

Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum!


Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitaleik Deildarbikarsins 2025. Þetta verður annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem Liverpool leikur til úrslita um þennan merkilega bikar. Úrslitaleikurinn verður 15. úrslitaleikur Liverpool um Deildarbikarinn sem er met!

Liverpool komst í úrslitaleikinn í kvöld eftir 4:0 sigur á Tottenham Hotspur á Anfield Road í seinni undanúrslitaleik liðanna. Tottenham vann fyrri leikinn í London 1:0. Liverpool komst því áfram í úrslit samanlagt 4:1.

Newcastle United tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með 2:0 sigri á Arsenal á heimavelli í gærkvöldi þegar liðin mættust í seinni leik liðanna. Newcastle vann líka fyrri leikinn 0:2 í London. Newcastle komst í úrslit með markatölunni 4:0 samanlagt.


Úrslitaleikur Liverpool og Newcastle United mætast í Deildarbikarúrslitaleiknum á Wembley leikvanginum í London sunnudaginn 16. mars. Leikurinn hefst klukkan átta um kvöldið.


Liverpool vann Deildarbikarinn í fyrra og hefur því titil að verja. Liverpool vann þá Chelsea 1:0 á Wembley. Virgil van Dijk skoraði sigurmark Liverpool þegar stutt var eftir af framlengingu. Liverpool vann þar með keppnina í tíunda. Það er met!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan