Leikjatilfærslur
Búið er að tímasetja leiki Liverpool næstu vikurnar. Það er gott að vita af breyttum leiktímum ef fólk hyggur á ferðalög til Englands.
Liverpool liðin mætast í síðasta sinn á Goodison Park á miðvikudagskvöldið kemur 12. febrúar. Eins og allir muna var leik liðanna frestað í desember. Leikurinn hefst klukkan hálf átta.
Liverpool mætir Wolverhampton Wanderes á Anfield Road um næstu helgi. Leikurinn verður sunnudaginn 16. febrúar og byrjar klukkan tvö.
Leikur Liverpool og Aston Villa á Villa Park, sem átti að vera helgina sem Deildarbikarúrslitaleikurinn fer fram, hefur verið færður til miðvikudagskvöldsins 19. febrúar. Flautað verður til leiks klukkan hálf átta.
Sunnudaginn 23. febrúar verður annar útileikur á dagskrá. Liverpool mætir þá Englandsmeisturum Manchester City. Leikurinn hefst klukkan hálf fimm.
Liverpool fær svo Newcastle United í heimsókn á Anfield miðvikudagskvöldið 26. febrúar. Leikurinn byrjar stundarfjórðung yfir átta.
Síðast en ekki síst skal minnt á Deildarbikarúrslitaleikinn við Newcastle United. Hann fer fram á Wembley að kvöldi sunnudagsins 16. mars. Flautað verður til leiks klukkan átta.
-
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Vonlaust mál! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle