| Mummi

Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins

Það verður sannkölluð veisla í Sjónarhól, Kaplakrika þann 22. mars 2025 þegar árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi fer fram. Nú hefur miðasala verið opnuð og ljóst að mikil eftirvænting er fyrir þessum einstaka viðburði!

John Arne Riise heiðursgestur kvöldsins
Við erum í skýjunum með að tilkynna að heiðursgestur okkar í ár er enginn annar en John Arne Riise! Hann lék tæplega 350 leiki fyrir okkar ástkæra félag og var stór hluti af sögufræga liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2005. Það er sérstaklega viðeigandi að fá hann til okkar nú þegar 20 ár eru liðin frá Istanbul kraftaverkinu.

Glæsileg dagskrá
Kvöldið verður sannkallað fótbolta- og skemmtiveisla. Ragnhild Lund Ansnes, sem margir þekkja sem spyril á viðburðum klúbbsins undanfarin ár, verður á sínum stað og mun stýra spjalli við Riise.

Veislustjórn verður í höndum Bolla Más, útvarpsmanns og uppistandara, sem sameinar húmor og ástríðu fyrir Liverpool á einstakan hátt.

Kieran Molyneux, sem sló í gegn á síðustu árshátíð, mætir aftur og tryggir alvöru Liverpool-stuð með gítarinn sinn og söngva sem allir þekkja. Að lokum mun DJ Bragi sjá til þess að dansgólfið verði fullt og stuðið haldist fram á nótt!

Matur og veitingar
Það verður sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana! Fyrst verða smáréttir frá Minigarðinum í forrétt – þeir kunna sitt fag! Aðalrétturinn kemur frá Grillvagninum þar sem gestir geta valið á milli lambakjöts og kalkúns með öllu tilheyrandi. Enginn fer svangur frá þessu kvöldi.

Fordrykkur, happadrætti og myndatökur
Húsið opnar kl. 17:30, og gestir fá tækifæri til að hitta Riise, taka myndir og njóta fordrykkjar frá styrktaraðila okkar CCEP. Þá verður einnig hægt að tryggja sér miða í happadrætti með glæsilegum vinningum.

Þetta verður kvöld sem enginn sannur Liverpool aðdáandi vill missa af! Tryggðu þér miða sem fyrst og sjáumst í Sjónarhól, Kaplakrika 22. Mars! Öll miðasala fer fram í gegnum Abler:  https://www.abler.io/shop/liverpoolklubburinn/felagsmenn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzgxMDM=?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR251Vf7K-kAiyJoQgHjdPz73X3-FoWlNLfRRxKnWRgbRj3M8D694r8fv44_aem_qXjIrLUU5i4ZFzwRogxaZw

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan