Mohamed Salah gerir nýjan samning!
Tilkynnt var í dag að Mohamed Salah hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool. Þetta eru sannarlega góðar fréttir! Egyptinn hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool þegar tilkynnt var um nýja samninginn.
,,Auðvitað er ég mjög spenntur. Við höfum núna frábæru liði á að skipa. Áður var liðið líka frábært. Ég gerði nýjan samning núna af því ég hef þá trú að við getum unnið fleiri titla og ég eins að ég eftir að njóta þess að spila knattspyrnu hérna áfram. Þetta er frábært. Ég hef átt bestu ár mín hérna. Ég hef verið átta ár hér og vonandi eiga þau eftir að vera tíu. Ég nýt lífsins hérna sem og knattspyrnunnar. Þetta hafa verið bestu ár ferilsins.
,,Mig langar að segja stuðningsmönnunum að ég er er í skýjunum með að vera hérna áfram. Ég skrifaði undir nýjan samning hérna því ég trúi því að við eigum eftir að vinna fullt af stórtitlum saman. Haldið áfram að standa við bakið á okkur og við munum leggja okkur alla fram. Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri titla þegar fram líða stundir."
Mohamed Salah kom til Liverpool frá Roma sumarið 2017. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Liverpool ef Evrópudeildin er undan skilin. Mohamed er búinn að leika 394 leiki með Liverpool. Hann er nú þriðji markahæsti leikmaður í sögu Liverpool með 243 mörk. Að auki hefur hann lagt upp 109 mörk.
-
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn!