Einbeitum okkur bara að næsta leik!
Eftir úrslit síðustu umferðar ensku knattspyrnunnar liggur fyrir að Liverpool þarf sex stig til viðbótar til að verða Englandsmeistarar. Sex umferðir eru eftir af keppni í efstu deild á Englandi. Arne Slot segir að allir verði að vera einbeittir áfram þar til allt verður fast í hendi. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir sigur Liverpool á West Ham United.
,,Við þurfum að vinna tvo leiki og við eigum ekki að hugsa það neitt öðruvísi. Núna í vikunni eigum við að einbeita okkur að því að bæta okkur, bæta okkur meira og bæta okkur ennþá meira til að auka líkurnar á að vinnum leikinn okkar í næstu viku. Þá mætum við Leicester og allir geta sagt hvað sem þeim sýnist um þá. Ég veit bara að í síðasta leik skoruðu þeir tvö mörk í fyrsta skipti í 11 leikjum og töpuðu ekki. Því er ekki ósennilegt að þeir hafi svolítið meira sjálfstraust þegar þeir mæta okkur."
,,Í síðustu 32 leikjum okkar hefur sýnt sig að við höfum bara unnið tvo eða þrjá leiki af miklu öryggi. Allir hinir leikirnar hafa verið gríðarlega erfiðir og kostað mikið erfiði. Þess vegna tökum við engu sem gefnu og öll okkar einbeiting og öll einbeiting mín miðar að því að vinna sigur í næsta leik!"
Sem sagt. Gömlu gildin eru enn þau sömu. Einbeitum okkur að næsta leik!
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu