Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld
Leikjaprógramm Liverpool er ansi stíft þessa dagana. Í kvöld er 6. leikurinn af 8 í febrúar á dagskrá, gegn Aston Villa á Villa Park.
Aston Villa situr í 9. sæti deildarinnar með 38 stig, 5 stigum frá Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Unai Emery styrkti liðið töluvert sóknarlega í janúarglugganum, Jhon Duran fór til S-Arabíu, en í staðinn keypti Emery Donyell Malen frá Dortmund og fékk að auki tvo sóknarmenn lánaða. Marcus Rashford frá United og Marco Asensio frá PSG. Asensio þessi var í hópnum hjá Real Madrid í úrslitaleikjunum gegn Liverpool 2018 og 2022, en kom nánast ekkert við sögu. Kom inná sem varamaður í blálokin 2018 og sat svo allan tímann á bekknum 2022.
Í síðustu 7 leikjum liðanna á Villa Park hafa liðin skorað 33 mörk, sem gerir 4,7 stk. í hverjum leik. Liverpool hefur skorað 20 mörk af þessum 33 og aldrei færri en 2 stykki í leik. Ekki einu sinni í mestu niðurlægingu sem við höfum orðið fyrir í Birmingham borg á síðari árum. 7-2 leikinn í október 2020.
Þetta verður erfiður leikur, ég held að það sé alveg ljóst. Bæði lið eru að sigla í gegnum mikið leikjaálag og bæði þurfa nauðsynlega á stigum að halda. Eins og gengur. En við vonum auðvitað að Liverpool finni einhvern aukakraft til að sigla þremur stigum í höfn.
YNWA
-
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum! -
| Sf. Gutt
Frábær árangur á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park!