Við þráum annan titil!
Mohamed Salah lét enn einu sinni ræklega til sín taka í gær þegar Liverpool vann Manchester City 0:2 á útivelli. Hann bæði skoraði og lagði upp mark. Þetta var fyrsti útisigur Liverpool á City í áratug. Mohamed hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn.
,,Satt að segja er magnað að hafa unnið hérna og sérstaklega núna í baráttunni um titilinn. Þetta er ótrúlegt. Þeir eru meistarar síðustu fjögurra leiktíða. Liðið þeirra er lygilega sterkt. Ég vona að við náum að halda ró okkar því spennan á lokakaflanum getur oft á tíðum haft áhrif á menn. Vonandi verðum við rólegir, spilum okkar leik og reynum að vinna hvern þann leik sem bíður okkar næst."
Mohamed Salah er búinn að vera stórkostlegur á keppnistímabilinu. Í gær skoraði hann 30. mark sitt og að auki er hann búinn að leggja upp 21 mark. Egyptinn var spurður hvort þetta sé besta keppnistímabil hans hjá Liverpool.
,,Ég veit það ekki og hver hefur sína skoðun á því. Sumir myndu kannski segja að fyrsta keppnistímabilið hafi verið það besta. Aðrir telja þessa leiktíð þá bestu. Mér finnst þessi best því við leiðum deildina, leggjum okkar alla fram og hjálpumst að í liðinu. Líka hvernig við erum að hjálpa ungu mönnunum í liðinu. Þetta er alveg ótrúlegt."
En hvað um Englandmeistaratitilinn? Er hann innan seilingar?
,,Það finnst mér ekki. Það er ekki spurning að ég og eldri mennirnir í liðinu þrá annan titil. Við virkilega þráum annan titil. En við munum allir gera okkar allra besta. Við leggjum allt í þetta verkefni og sjáum hverju það skilar okkur."
Mohamed Salah og nokkrir í liðshópnum urðu Englandsmeistarar 2020. Með orðum hans er ljóst að hann og þeir sem urðu meistarar 2020 ætla sér annan Englandmseistararatitil. Við vonum að Mohamed og félagar hans í Liverpool uppskeri titil númer tvö í vor!
-
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins