| Sf. Gutt

Finn fyrir ást fólksins í borginni!

Það fer ekkert á milli mála að Mohamed Salah nýtur þess að spila með Liverpool. Hann segist finna fyrir ást fólksins í Liverpool borg. 

,,Mig langar að stuðningsmennirnir minnist mín sem leikmanns sem lagði allt í sölurnar fyrir þá. Eins að ég hafi lagt allt í sölurnar fyrir borgina. Ég var hérna og ég lá ekki í leti. Ég naut þess að spila knattspyrnu og lagði mig allan fram."

,,Mér finnst að borgin standi með manni. Maður finnur fyrir ást fólksins í borginni. Maður tengist fólkinu af því maður lagði sig allan fram."

Vonandi verður þessi ást sem Mohamed finnur fyrir frá fólkinu í Liverpool borg til þess að hann verði áfram hjá Liverpool. Við vonum það besta!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan