| Sf. Gutt

Mohamed búinn að slá Luis út!

Mohamed Salah er búinn að slá Luis Suarez út, og setja nýtt félagsmet, í áhugaverðum tölfræðiþætti. Það er af er þessu keppnistímabili er Egyptinn búinn að eiga þátt í 44 deildarmörkum. Hann er búinn að skora 27 mörk og leggja upp 17.

Luis Suarez átti gamla félagsmetið hjá Liverpool. Hann setti það á keppnistímabilinu 2013/14. Hann skoraði þá 31 mark í deildinni og átti 12 stoðsendingar. Sem sagt 43 mörk sem hann kom að.

Enn eru níu deildarleikir eftir og vonandi á Mohamed eftir að bæta þetta félagsmet ennþá meira. Hann gæti jafnvel slegið metið í Úrvalsdeildinni en þessar tölur ná bara til hennar. Metið er 47 og þeir Andy Cole og Alan Shearer deila því. Mohamed er jafn þeim Erling Haaland og Thierry Henry með aðkomu að 44 mörkum.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan