Spáð í spilin

Leikið verður um fyrsta bikar keppnistímabilsins á Wembley leikvanginum í Lundúnum í dag. Liverpool og Newcastle United leiða saman hesta sína. Liverpool getur unnið Deildarbikarinn annað árið í röð!
Liverpoool hefur átt betri leiktíð hingað til en Newcastle. Rauði herinn leiðir deildina og er með gott forskot á toppnum. Liverpool var fyrir áfalli í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið þegar það féll úr leik fyrir Paris Saint-Germain. Liverpool var í góðri stöðu eftir sigur í París en náði ekki að ljúka verkefninu á Anfield Road. Newcastle hefur verið í efri hluta deildarinnar á leiktíðinni. Liðið er núna í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni.
Liðin eru með flesta sína sterkustu menn til taks. Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez og Conor Bradley eru þó frá vegna meiðsla af aðaliðsmönnum Liverpool. Reyndar fór Ibrahima Konaté af velli á móti Paris en líkur virðast á að hann geti spilað í dag. Það verður því kannski ekki um marga kosti í varnaruppstillingunni. Það er spurning hvort Caoimhin Kelleher eða Alisson Becker verður valinn í markið. Að öðru má reikna með að Arne sendi alla sína bestu menn, sem tiltækir verða, til leiks. Það er örugglega þreyta í leikmannahópnum eftir mjög erfiðan leik við Paris sem fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Liverpool er að spila til úrslita um Deildarbikarinn í þriðja sinn á fjórum árum. Liverpool vann 2022 og hefur titil að verja frá í fyrra. Newcastle lék til úrslita árið 2023 en tapaði þeim leik. Það má búast við jöfnum og skemmtilegum leik.
Ef liðin spila álíka og þau hafa verið að gera hingað til á leiktíðinni á Liverpool að vinna á Wembley. En í einum leik og hvað þá í úrslitaleik getur allt gerst. Svo eru úrslitaleikir hjá Liverpool aldrei einfaldir. Venjulega eru þeir eitthvað snúnir þó svo að lokaniðurstaðan sé oftast farsæl.

Arne Slot leiðir Liverpool til leiks í bikarúrslitaleik á sínu fyrsta keppnistímabili. Það eitt er afrek hjá Hollendingnum. Liverpool á möguleika á að verja titil og það er alltaf sögulegt að gera það. Þess vegna má ekki bregðast að Liverpoool fari með sigur af hólmi. Rauðir og hvítir borðar verða á Deildarbikarnum eftir leikinn á Wembley. Ég spái því að Liverpool rífi sig upp eftir vonbrigðin á þriðjudagskvöldið. Dominik Szoboszlai og Mohamed Salah skora mörkin í 2:0 sigri!
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp verður á Wembley! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 7. kapítuli -
| Sf. Gutt
Hlakka mjög mikið til! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 6. kapítuli -
| Sf. Gutt
Þrír úr leik og einn tæpur fyrir úrslitaleikinn -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Heimir Eyvindarson
Evrópudraumurinn úti -
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð!