| Sf. Gutt

Búið að velja lið Liverpool


Arne Slot er búinn að velja lið Liverpool sem mætir Newcastle United í úrslitaleik Deildarbikarsins á eftir. Hér að neðan er Liverpool liðið. 

Liverpool: Caoimhin Kelleher, Virgil Van Dijk, Ibrahima Konate, Luis Diaz, Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister, Mohamed Salah, Diogo Jota, Andrew Robertson, Ryan Gravenberch og Jarell Quansah.  Varamenn: Alisson Becker, Wataru Endo, Darwin Núnez, Federico Chiesa, Curtis Jones, Cody Gakpo, Harvey Elliott, Kostas Tsimikas og James McConnell.

Vitað var að Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez og Conor Bradley gætu ekki spilað. Jarell Quansah tekur stöðu Trent í hægri bakverði. Ibrahima Konaté er leikfær eftir að hafa farið af velli á móti Paris Saint-Germain. Caoimhin Kelleher varð fyrir valinu í markið eins og í úrslitaleikjunum 2022 og 2024. 

Liverpool þarf á öllu sínu að halda í dag. Newcastle er svo til með sitt sterkasta lið og liðið hefur verið sannfærandi að undanförnu. En vonandi nær Liverpool því sem til þarf svo að Deildarbikarinn komi í 11. sinn á Anfield Road!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan