Framgangan og úrslitin vonbrigði!
Arne Slot, framkvæmdastjóri Liverpool, var vonsvikinn eftir Deildarbikarúrslitaleikinn við Newcastle United. Hann var bæði óánægður með hvernig liðið spilaði og að sama skapi úrslit leiksins.
„Úrslitin voru vonbrigði og það sama má segja um hvernig við spiluðum. Tilfinningin er allt önnur en eftir leikinn við París Saint Germain en ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við töpum tveimur leikjum í röð. Það er hluti af knattspyrnunni að það getur gerst að tapa fyrir sterkum liðum. Í draumaheimi vinnur maður alla leikina á leiktíðinni. En eftir átta mánuði af leiktíðinni getur gerst að tap eigi sér stað í tveimur leikjum í röð þegar leikið er á móti liðum á borð við Paris Saint-Germain og Newcastle. Bæði liðin eru, þó þau hafi ólíkan leikstíl, mjög erfið viðureignar. Við vissum frá leiknum á St. James' Park fyrr í vetur hversu erfitt er að sigra Newcastle."
„Þetta var erfið vika en samt jukum við forskot okkar í deildinni úr tíu stigum í tólf svo þetta var ekki allt neikvætt. En síðustu tveir leikirnir eru ekki eins og það sem við viljum sjá."
Vonandi ná leikmenn Liverpool sér vel í gang eftir landsleikjahléið. Þó forysta Liverpool á toppi deildarinnar sé góð sem stendur er ekkert enn í hendi!
-
| Heimir Eyvindarson
Bakverðirnir mætast í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Trent klár um miðjan apríl -
| Sf. Gutt
Við munum koma sterkir til baka! -
| Sf. Gutt
Út um þúfur á Wembley! -
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp verður á Wembley! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 7. kapítuli -
| Sf. Gutt
Hlakka mjög mikið til!