Bakverðirnir mætast í kvöld
10 leikmenn Liverpool taka þátt í landsliðsverkefnum í kvöld. Flestir leikirnir eru í Þjóðadeild Evrópu m.a. leikur Grikkja og Skota þar sem vinstri bakverðirnir okkar munu takast á.
Fyrsti leikur dagsins er viðureign Japan og Bahrain í undankeppni HM. Sá leikur hefst eftir rétt rúman klukkutíma. Hinir leikirnir eru allir í Þjóðadeildinni.
Holland-Spánn (Van Dijk og Gapko)
Grikkland-Skotland (Tsimikas og Robertson)
Ungverjaland-Tyrkland (Szoboszlai)
Búlgaría-Írland (Kelleher)
Króatía-Frakkland (Konaté)
Danmörk-Portúgal (Jota)
Auk þess mætir Georgía Armenum, þar sem Giorgi Mamardashvili mun standa í markinu.
Alls eru 26 leikmenn Liverpool, eldri og yngri, með landsliðum sínum í þessu landleikjahléi. Af þeim eru 18 sem hægt er að segja að séu í aðalliðinu.
Ryan Gravenberch þurfti að yfirgefa hollenska hópinn vegna meiðsla. Hann er kominn til Liverpool og verður vonandi ekki lengi frá.
Seinni leikirnir í Þjóðadeildinni eru síðan á sunnudaginn. Eftir það fá okkar menn ágæta hvíld fram að Everton leiknum. Vonandi koma allir heilir heim.
YNWA
-
| Heimir Eyvindarson
Trent klár um miðjan apríl -
| Sf. Gutt
Framgangan og úrslitin vonbrigði! -
| Sf. Gutt
Við munum koma sterkir til baka! -
| Sf. Gutt
Út um þúfur á Wembley! -
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp verður á Wembley! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 7. kapítuli -
| Sf. Gutt
Hlakka mjög mikið til!