| Sf. Gutt

Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins!

 

Mohamed Salah var valinn Leikmaður mánaðarins fyrir febrúar í kjöri Úrvalsdeildarinnar. Þetta er í annað sinn sem hann hefur fengið þessa viðurkenninga á þessu keppnistímabili. Hann varð líka fyrir valinu sem besti leikmaðurinn fyrir nóvember. 

Mohamed átti þátt í tíu mörkum í febrúar. Hann skoraði sex deildarmörk og lagði upp fjögur. Að auki skoraði hann eitt og lagði upp annað í Deildarbikarnum í mánuðinum.

Þess má geta að Mohamed var líka valinn besti leikmaðurinn í febrúar af stuðningsmönnum.

Þetta er í sjöunda sinn sem Mohamed Salah hefur verið kjörinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni eftir að hann kom til Englands. Hann er nú jafn þeim Sergio Aguero, Manchester City og Harry Kane, Tottenham Hotspur, með flestar viðurkenningar af þessu tagi. Sannarlega magaður árangur!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan