Gríðarlega mikilvægur sigur!
Diogo Jota var hetja Liverpool á móti Everton. Sigurmarkið hans færði Liverpool sigur í fyrsta leiknum af þeim níu sem eftir eru til loka keppnistímabilsins. Portúgalinn segir sigurinn hafa verið gríðarlega mikilvægan.
,,Auðvitað var þetta gríðarlega mikilvægur sigur. Ekki bara af því þetta var grannaslagur heldur líka af því þetta var fyrsti leikur okkar af níu núna eftir landsleikjahléið. Það var geysilega mikilvægt að byrja lokasprettinn með því að ná þremur stigum. Vonandi gefur það okkur kraft til loka keppnistímabilsins."
Diogo Jota hafði ekki gengið vel í síðustu leikjum. Fyrir leikinn á móti Everton hafði hann ekki skorað frá því um miðjan janúar. En hann hafði alltaf trú á sér.
,,Ég hef alltaf trú á mér. Ég er ætíð viss um að það munu gefast færi og þá þarf ég að vera tilbúinn að nýta þau. Vonandi er ég núna kominn á bragðið. Það myndi hjálpa liðinu. En eins og ég hef sagt þá skiptu stigin öllu í dag."
,,Nú verðum við að halda áfram að vinna leiki. Eins og ég kom inn á var það geysilega mikilvægt að byrja lokasprettinn, í dag, vel og gefa liðinu sjálfstraust í framhaldið!"
Sigurmark Diogo Jota á móti Everton verður lengi í minnum haft!
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim