Mark spáir í spilin
Það er mikið búið að ganga á í herbúðum Liverpool þessa vikuna. Liðið tapaði fyrir Manchester United síðasta sunnudag og í kjölfarið fylgdi holskefla gagnrýni sem aðallega hefur beinst að Rafael Benítez og Steven Gerrard. Það léttist þó heldur brúnin á stuðningsmönnum Liverpool eftir góðan sigur á Reading í Deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið. En þrátt fyrir áframhald í Deildarbikarnum og góða stöðu í Meistaradeildinni er staða liðsins í deildinni ekki nógu góð. Næsta verkefni á þeim vettvangi er að reyna að verða fyrsta liðið til að leggja Aston Villa að velli á þessari leiktíð. Það hefur engu liði tekist hingað til.
Það er að nálgast hundraðið leikirnir sem Rafael Benítez hefur breytt liði sínu frá einum leik til hins næsta. Það kvartaði enginn yfir því þegar liðinu var breytt fram og aftur milli leikja í ferðalaginu til Istanbúl. Það var heldur ekki kvartað þegar liðinu var breytt hvað eftir annað á síðustu leiktíð. Þá vannst Stórbikar Evrópu og F.A. bikarinn. Auk þess náði Liverpool met stigafjölda í deilinni á seinni árum. En nú bylur gagnrýnin á höfuðstöðvum Liverpool vegna sífelldra breytinga Rafael Benítez á byrjunarliðinu. Það má færa rök fyrir ýmsu fram og til baka í þeim efnum. En ef ég mætti ráða einu í sambandi við byrjunarlið Liverpool á morgun þá myndi ég láta þá Robbie Fowler og Peter Crouch leiða sóknina eins og þeir gerðu gegn Reading. Það á ekki að skipta sóknarmönnum út ef þeir hafa verið að skora. Sjáum til hverjir verða hinir útvöldu á morgun!
Liverpool v Aston Villa
Ég held að nokkrir leikmenn Liverpool þurfi að sýna hvað í þeim býr og þá sérstaklega eftir framgönguna gegn Manchester United í síðustu viku. Við vitum að Villa hefur byrjað leiktíðina mjög vel og við vitum líka hversu snjall Martin O´Neill er. En ég held að liðið hans tapi þessum leik.
Úrskurður: Liverpool v Aston Villa. 2:0.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu