Í hnotskurn
Áframhald í Meistaradeildinni tryggt. Bordeaux náði ekki að hrekkja Liverpool á hrekkjavökukvöldi. Þetta er leikur Liverpool og Bordeaux í hnotskurn.
- Rafael Benítez tefldi fram óbreyttu liði í fyrsta sinn í 99 leikjum. Síðast gerðist það gegn Charlton Atheltic og Fulham 1. og 5. febrúar 2005.
- Liverpool vann báða þessa leiki og líka báða leikina sem liðið var óbreitt í núna.
- Þetta var sjöundi sigur Liverpool í átta leikjum á Anfield Road gegn frönsku liði.
- Luis Garcia skoraði tvívegis. Af þeim 28 mörkum sem hann hefur skorað fyrir Liverpool hafa ellefu þeirra komið í Evrópuleikjum.
- Steven Gerrard skoraði fyrsta mark sitt á leiktíðinni.
- Sami Hyypia lék sinn 80. Evrópuleik.
- Aðeins fimm leikmenn Liverpool hafa leikið svo marga Evrópuleiki. Ian Callaghan á leikjametið í Evrópukeppnum. Hann lék 89 Evrópuleiki með Liverpool.
- Liverpool skoraði þrjú mörk og þar með hefur liðið skorað 50 mörk í Evrópubikarnum á stjórnartíð Rafael Benítez.
- Bordeaux hefur unnið einn Evróputitil í sögu sinni. Liðið vann Inter toto keppnina árið 1995.
- Vladimir Smicer á mála hjá Bordeaux. Hann gat ekki leikið með vegna meiðsla og er hann búinn að vera frá keppni alla þessa leiktíð.
- Vladimir skoraði með síðasta sparki sínu með Liverpool þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sinni í vítaspyrnukeppninni á móti AC Milan.
Jákvætt:-) Liverpool lék vel og vann vinna öruggan sigur á Bordeaux. Steven Gerrard skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni og lék sinn besta leik. Luis Garcia sýndi enn snilli sína í Evrópuleik.
Neikvætt:-( Luis Garcia fór meiddur af leikvelli. Leikmenn Liverpool voru heldur kærulausir í byrjun síðari hálfleiks en það kom ekki að sök. Það hefði verið gaman að sjá Vladimir Smicer aftur á Anfield Road.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Steven Gerrard. Fyrirliðinn átti stóleik. Hann lagði upp fyrsta markið fyrir Luis Garcia með frábærri sendingu af hægri kanti og skoraði svo fyrsta mark sinn á leiktíðinni.
2. Luis Garcia. Enn lét hann verulega til sín taka fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Þessi hæfileikaríki Spánverji var á fullu allt kvöldið og skoraði tvö falleg mörk.
3. Dirk Kuyt. Að venju var hann gríðarlega duglegur. Hann skilaði boltanum sérlega vel og sýndi vel þá hæfileika sína að spila upp á félaga sína.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum