Gerrard líklega færður á miðjuna
Líklegt er talið að Steven Gerrard verði færður inná miðja miðjuna í næsta leik liðsins gegn Middlesboro á Riverside leikvanginum á laugardaginn.
Gerrard spilaði allan leikinn fyrir England gegn Hollandi á miðvikudagskvöldið en liðin gerðu 1-1 jafntefli. Í viðtali eftir leikinn staðfesti hann það að Rafael Benitez mun líklega láta hann spila á miðri miðjunni á meðan Momo Sissoko er frá vegna meiðsla.
Eftir mikla umræðu um það hvar Gerrard á að spila á þessu tímabili er vonast til þess að þessi heita umræða kólni aðeins ef Liverpool nær að rétta úr kútnum í sjötta útileiknum á leiktíðinni.
Gerrard sagði á miðvikudagskvöldið: ,,Ég talaði við Benitez og hann sagði að ég myndi fá að spila meira inná miðjunni nú þegar Sissoko er meiddur."
,,Við þurfum að fara að ná í stig á útivöllum og vonandi getum við byrjað á því á laugardaginn."
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag