Mark spáir í spilin
Verður útivallardraugurinn kveðinn niður undir kvöldið á Árbakka á morgun? Það eru til ýmsar aðferðir til að kveða niður drauga og það hlýtur að fara að koma að því að Liverpool hitti á eina af þeim réttu.
Það er að æða óstöðugan að fara yfir árangur Liverpool á útivöllum það sem af er þessarar leiktíðar. Liverpool hefur nú tapað fimm útileikjum í röð í deildinni og ekki skorað mark í þeim. Vítaspyrna Robbie Fowler gaf af sér stig þegar Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Sheffield United síðsumars. Slakt gengi liðsins á útivöllum er þó aðeins bundið við deildarkeppnina. Í Deildarbikarnum vannst sigur gegn Birmingham og í Meistaradeildinni sótti Liverpool jafntefli til Hollands og sigur til Frakklands. Ég held að lausnin við að kveða þennan draug niður felist í því að leikmenn Liverpool verði bara að leggja harðar að sér. Ian Rush lýsti þessari skoðun sinni í vikulegum pistli sínum í staðarblaðinu Echo. Liverpool á að minnsta kosti að vera með nógu góða leikmenn til að gera betur. En menn verða að standa undir nafni.
Middlesbrough v Liverpool
Ég held að Liverpool muni kveða útivallardrauginn niður. Framkvæmdastjórinn Rafa Benitez mun hleypa dýrinu lausu og ég hef þá trú að Steven Gerrard fari nú að leika meira inni á miðri miðjunni.
Boro náði sigri í síðustu viku en gengi liðsins er upp og niður, upp og niður, upp og niður. Látiði mig vita hvenær ég á að hætta.
Úrskurður: Middlesbrough v Liverpool. 0:2.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum