Í hnotskurn
Þótt sigur næðist ekki þá náðist að stoppa útivallartaphrinuna. Enn gengur ekkert að skora á Árbakka. Þetta er leikur Liverpool og Middlesborough í hnotskurn.
- Eftir fimm töð í röð á útivöllum í deildinni náðist loks að stoppa taphrinuna.
- Ekkert var skorað frekar en í leik liðanna á þessum velli á síðustu leiktíð.
- Liverpool hefur ekki skorað mark á útivelli í deildinni frá því Robbie Fowler skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu í 1:1 jafntefli við Sheffield United síðsumars.
- Liverpool hefur ekki gengið vel á Riverside leikvanginum síðustu árin. Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum þar og tapað fimm þeirra.
- Liverpool hefur nú ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á Riverside.
- Steve Finnan lék sinn 100. deildarleik með Liverpool. Alls hefur hann leikið 154 leiki með liðinu og skorað eitt mark.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því á síðustu páskum sem Liverpool hefur haldið markinu hreinu í útileik í deildinni. Liverpool vann þá Blackburn Rovers 1:0.
Jákvætt:-) Útivallartaphrinan stöðvaðist loksins. Liverpool var miklu betri aðilinn í leiknum og hefði átt að vinna hann. Middlesborough átti eina marktilraun í öllum leiknum.
Neikvætt:-( Enn náðist ekki að skora í útileik í deildinni og þar af leiðandi vannst ekki sigur. Leikmenn Liverpool voru ekki nógu snarpir fyrir framan mark Boro og áttu að nota eitthvað af þeim martækifærum og sóknarmöguleikum sem buðust. Það vantar sjálfstraust í of marga leikmenn.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Steven Gerrard. Hann var óþreytandi við að berjast fyrir liðið og stjórnaði öllu á miðjunni.
2. Daniel Agger. Góð endurkoma í liðið hjá danska landsliðsmanninum.
3. Jamie Carragher. Hann var mjög yfirvegaður í vörninni. Það vantar aldrei neitt upp á hinn mikla sigurvilja hans.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!