Við viljum ná Chelsea
Peter Crouch er viss um að Liverpool geti nýtt sér núverandi form til fulls og sett aukna pressu á Chelsea um næstu helgi með sigri á deildarmeisturunum.
Með sigri á laugardaginn næsta verður bilið milli liðanna aðeins 5 stig. Bilið milli liðanna var 5 stig á tímabili um helgina en Chelsea juku forskotið aftur í 8 stig með sigri á Wigan.
Crouch, sem skoraði tvö mörk gegn Watford á Vicarage Road segir að sigur á einum af toppliðunum í fyrsta sinn á þessu tímabili gæti aukið sjálfstraust leikmanna og hjálpað þeim að halda áfram að spila vel í deildinni.
,,Mikið var rætt og ritað í síðustu viku eftir að við töpuðum tveimur leikjum þannig að það var gott að geta komist aftur á skrið," sagði Crouch.
,,Við eigum að spila við Chelsea um næstu helgi og það gefur okkur tækifæri á því að minnka bilið og vonandi getum við nýtt tækifærið. Hvort við getum náð þeim er erfið spurning. Við verðum bara að einbeita okkur að sjálfum okkur og vonandi missa þeir flugið og við náum þeim. Ef við náum að sigra Chelsea þá náum við að minnka bilið."
,,Chelsea hafa sett markið hátt fyrir önnur lið undanfarin tvö ár með því að sigra deildina en Manchester United líta vel út á þessu tímabili. Við erum að nokkru leyti fyrir aftan þá, stöðugleiki þeirra er mjög mikill og ég held að það sé nokkuð sem við þurfum að leika eftir, ég er viss um að við getum það."
Liverpool hafa ekki unnið Chelsea í deildinni síðan Jose Mourinho tók við liðinu og ekki þarf að minnast á frammistöðu Liverpool gegn Arsenal og Manchester United fyrr á tímabilinu. Crouch segir að hann og liðsfélagar hans séu staðráðnir í því að gera betur gegn þessum liðum þar sem þau eiga öll eftir að koma á Anfield.
,,Xabi Alonso talaði um þetta um daginn og þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að bæta," sagði Crouch.
,,Við höfum staðið okkur vel gegn liðum fyrir neðan okkur. Við höfum ekki misstigið okkur mikið en þetta hefur verið pirrandi gegn stóru liðunum. Ég get ekki nákvæmlega sagt af hverju þetta er svona en við verðum að bæta úr þessu. Chelsea eru ennþá í öðru sæti í deildinni, þeir eru með mikið af stigum og verða erfiðir viðureignar."
,,Þeir eru sennilega reiðir yfir því sem hefur verið sagt og skrifað um þá, það sama mátti segja um okkur í leiknum gegn Watford og þeir munu koma til leiks áfjáðir í að ná í sigur."
Rafael Benítez er einnig nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn gegn Chelsea. Hann vill ekkert gefa það upp hvort hann noti áfram þrjá sóknarmenn eins og hann gerði gegn Watford og verður það nú að teljast líklegra en ekki að hann noti aðeins tvo sóknarmenn gegn Chelsea.
,,Við vitum að Chelsea eru mjög gott lið og það er erfitt að sigra þá en við höfum mikið sjálfstraust um þessar mundir. Við getum spilað vel gegn öllum liðum. Það er erfitt að spila gegn okkur. Spurningin er að ef maður er að skapa sér færi og skorar á undan þá verður það mjög erfitt fyrir þá."
,,En ef þeir skora fyrst þá eru þeir með hraða og góða leikmenn frammi þannig að það verður erfitt fyrir okkur einnig. Ég reyni alltaf að taka einn leik í einu og nú erum við átta stigum fyrir neðan þá, allt í lagi, við vinnum þá og við vitum að við erum nær þeim. En þetta er langt hlaup og mikið eftir af tímabilinu."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!