Liverpool vs Chelsea: Staðreyndirnar
Nú er um að gera að láta verkin tala á vellinum. Eftir viðburðaríka viku utan vallar á Stamford Bridge, kemur Chelsea í heimsókn á Anfield. Liðið er án John Terry sem enn er meiddur og án þess að hafa fengið staðgengil fyrir hann á leikmannamarkaðnum. Liverpool tekur á móti meisturunum og Steven Gerrard hefur aukið á pressuna með því að segja að tímabilið sé ekki búið hjá liðinu þó svo fjölmiðlar haldi öðru fram.
Frammistaða Liverpool á heimavelli í deildinni í vetur er frábær, 9 sigurleikir, 2 jafntefli og enginn ósigur. 23 mörk skoruð og 3 fengin á sig. Liðið hefur ekki tapað síðustu 27 heimaleikjum í deildinni. Síðast þegar Liverpool tapaði á heimavelli var það fyrir næstum 15 mánuðum síðan, eða 2. október 2005, þegar liðið tapaði 1-4 fyrir engum öðrum en Chelsea.
Hið frábæra heimavallarform í deildinni er þó líklega ekki mikil huggun í ljós þess að Liverpool tapaði tveim bikarleikjum á stuttum tíma á heimavelli fyrir Arsenal, 1-3 í FA bikarnum og 3-6 í deildarbikarnum.
Chelsea er þyrnir í síðu Rafael Benítez, en Rauðliðar hafa tapað öllum fimm deildarleikjum sínum gegn þeim, þar á meðal í London núna í haust. Og til að strá salti í sárin þá vann Chelsea Deildarbikarinn árið 2005 eftir 3-2 sigur á Liverpool í framlengdum leik.
Benítez getur þó stært sig af þrem sigrum, sá stærsti sennilega 1-0 sigur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2005 sem kom Liverpool áfram í úrslitaleikinn. Á síðasta tímabili sló Liverpool Chelsea úr undanúrslitum FA bikarsins með 2-1 sigri og nú í ágúst síðastliðnum vann Liverpool Samfélagsskjöldinn eftir 2-1 sigur á Chelsea á Þúsaldarvellinum í Cardiff.
Síðast vann Liverpool Chelsea í Úrvalsdeildinni 0-1 á Stamford Bridge þann 7. janúar 2004. Síðasti heimasigur leit dagsins ljós 6. október 2002 þegar Michael Owen skoraði mark í uppbótartíma og tryggði 1-0 sigur.
Þetta er 64. deildarviðureign liðanna á Anfield. Liverpool hefur unnið 42, Chelsea 8 og 13 hafa endað með jafntefli.
Fyrir báða framkvæmdastjóra, Benítez og Mourinho verður þetta hundraðasti deildarleikur liðanna undir þeirra stjórn.
Liverpool hafa ekki fengið á sig mark á heimavelli síðan 28. október þegar liðið vann Aston Villa 3-1. Þetta eru 574 mínútur eða næstum því 10 klukkutímar.
Chelsea hafa ekki tapað síðustu 14 leikjum í öllum keppnum eða síðan liðið tapaði 1-0 fyrir Werder Bremen í nóvember.
Síðasta tap Chelsea í deildinni var fyrir 12 leikjum síðan, 2-1 tap gegn Tottenham 5. nóvember.
Chelsea hafa aðeins einu sinni ekki náð að skora í öllum 23 deildarleikjum sínum á þessari leiktíð. Það var þegar liðið gerði jafntefli við Aston Villa á Villa Park.
Jamie Carragher mun spila sinn 450. leik fyrir Liverpool ef hann spilar og Frank Lampard mun spila sinn 500. leik á sínum ferli sem nær yfir 3 lið, Swansea, West Ham og Chelsea.
Áfram Liverpool
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!