Steven Gerrard:" Við eigum enn langt í land."
Spyrnur Dirk Kuyt og Jermaine Pennant í fyrri hálfleik á Anfield hafa nú skilað þeim rauðu fimm stigum á eftir Englandsmeisturum Chelsea.
Gerrard viðurkennir að allir innan klúbbsins séu mjög ánægðir með úrslitin, en hefur varað við andvaraleysi núna þegar þeir Rauðu eru að nálgast topp tvö efstu sætin.
Hann sagði:"Hver sigur á heimavelli er góður sigur, en á móti meisturunum eru það sérstaklega góð úrslit."
"Þetta eru öflug úrslit fyrir okkur, en við erum enn í þriðja sæti og við eigum mikla vinnu framundan."
"Það eina sem við getum gert er að horfa fram á næsta leik og næstu frammistöðu og vera vissir um að við gerum sömu hlutina aftur."
Þegar hann var spurður hvort Liverpool væri nú komið í keppnina um titilinn svaraði Gerrard:" Ég vil ekki vera gefa blöðunum einhverjar fyrirsagnir á morgun. Bilið er enn mjög mikið en það eina sem við getum gert er að einbeita okkur að sjálfum okkur og vonast eftir mistökum keppinautanna."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum