Fullkominn dagur
Dirk Kuyt segir að ein aðalástæðan fyrir sigrinum á Chelsea á laugardaginn hafi verið aukin samstaða leikmanna og betri liðsandi. Jermaine Pennant og Xabi Alonso voru einnig ánægðir með afrakstur laugardagsins.
Kuyt skoraði laglegt mark strax á fjórðu mínútu leiksins og fíflaði þar Paulo Ferreira áður en hann skaut boltanum framhjá Petr Chech í marki Chelsea. Mikið gekk á í herbúðum Chelsea í vikunni fyrir leikinn og mátti jafnvel sjá að þessi umræða hafði áhrif á leikmenn Lundúnaliðsins.
Kuyt segir að leikmenn Liverpool hafi hinsvegar verið staðráðnir í því að leggja hart að sér og komast nær Chelsea í stigatöflunni.
,,Þetta voru frábær úrslit og það var aðeins eitt lið sem átti skilið að vinna," sagði Hollendingurinn. ,,Við vorum góðir fram á við og stórkostlegir í varnarleiknum. Við gáfum þeim ekki eitt færi allan leikinn, við vorum mjög sterkir varnarlega."
,,Þetta var fullkominn dagur fyrir okkur. Við stjórnuðum leiknum, við unnum fyrir hvern annan eins og lið eiga að gera og það var munurinn á okkur og þeim."
Um markið, sem var hans níunda í öllum keppnum og þriðja í síðustu fjórum leikjum, sagði Kuyt: ,,Það var mjög mikilvægt að skora fyrsta markið. Ég man þegar við spiluðum við þá á Stamford Bridge og ég átti skot í slána í stöðunni 0-0 og þarna sér maður muninn á því þegar maður skorar fyrsta markið."
Hinn markaskorarinn í leiknum, Jermaine Pennant, var gríðarlega ánægður með mark sitt sem var hans fyrsta fyrir félagið. ,,Við minnkuðum bilið og héldum hreinu, og við höldum áfram okkar góða skriði á heimavelli," sagði Pennant.
,,Við höfum sýnt það að Anfield er okkar virki, hérna erum við hvað sterkastir og við öðlumst mikla trú á okkur sjálfum. Frammistaðan var frábær, við þjöppuðum okkur saman og áttum sigurinn skilið. Við gáfum þeim aldrei tíma til að komast í takt við leikinn. Við sóttum á þá frá fyrstu mínútu og sköpuðum færi en þeir áttu engin slík."
Fastamenn Chelsea í vörninni spiluðu ekki þennan leik og Pennant sagði: ,,Þeir þurftu að stokka aðeins upp í vörninni og við nýttum okkur það. Við hefðum getað unnið með meira en tveimur mörkum en stigin þrjú voru það sem skipti máli."
Xabi Alonso, sem þurfti að fara af leikvelli og láta sauma nokkur spor í vörina á sér, sagði að þessi úrslit sýna að Liverpool geta sigrað sína nánustu keppinauta.
,,Við þurftum að sigra eitt af stórliðunum og við áttum sigurinn skilið. Dirk skoraði frábært mark og hvað er hægt að segja um markið hans Pennant? Við erum á góðu skriði og við þurfum ekki að hugsa of mikið um bilið á milli okkar og tveggja efstu liðanna."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum