Liverpool vill meiri viðurkenningu fyrir sigurinn á Chelsea
Stjórinn Rafael Benitez krefst þess að liðið hans fái meiri viðurkenningu fyrir 2-0 sigur þeirra í deildinni í kjölfar þeirrar fullyrðingar sem margir hafa borið fram, að leikurinn hafi unnist vegna meiðsla þeirra John Terry, Ricardo Carvalho og Khalid Boulahrouz.
Bæði Rafael Benítez og Jamie Carragher eru ekki hrifnir af þeim afsökunum sem hafa komið frá Chelsea.
Carragher sagði: "Á fyrsta tímabilinu hans Rafa man ég eftir okkur að fara í stórleiki með Neil Mellor sem eina framherjann. Ég man ekki eftir mörgu fólki vera að afsaka okkur þá."
Beniíez bætti við: "Þegar við vorum að tapa leikjum, án Steven Gerrard og Xabi Alonso, sagði fólk ekki að það væri útaf meiddum lykilmönnum."
"Fyrsta tímabilið mitt hér var mikið um meiðsli, en við sögðum,"Engar afsakanir, höldum áfram".
"Viö eigum einhverja viðurkenningu skilið. Ekki gleyma því að við misstum Xabi útaf vegna meiðsla í tíu mínútur þegar við unnum á laugardaginn. Við verðum að gefa leikmönnum okkar hrós og ekki tala um hitt liðið."
"Ég hef sagt allt tímabilið að við erum með betri leikmannahóp en áður. Nú þegar þú sérð Jermaine Pennant leika mjög, mjög vel og Fabio Aurelio einnig þá veistu að við erum með gott lið og við getum sigrað hvern sem er."
En þrátt fyrir sigurinn er Liverpool en 11 stigum á eftir toppliðinu Manchester United og Carragher er staðráðinn í því að láta ekki klúbbinn verða yfirbugaðan með tali um möguleika á titlinum.
Enski landsliðsmaðurinn heldur því fram að áskorunin sé sú að ná Chelsea og grípa annað sætið, en ekki hafa of margar ólíklegar hugmyndir um að taka toppsætið af Manchester United.
Carragher sagði: "Við verðum bara einbeita okkur að því að vinna eins marga leiki og við getum og halda pressunni áfram á þau tvö efstu."
"Takmarkið núna er að ná Chelsea. Það hafa úrslitin á Laugardaginn gert fyrir okkur. Við höfum gefið okkur möguleika á því, við getum náð öðru sætinu og ef við náum því þá getum við skoðað stöðuna með titilbaráttuna."
"Við höfum staðið okkur vel síðustu mánuði og allt umtalið hefur verið í kringum Manchester United og Chelsea frekar en okkur."
"Það er ánægjulegt að sumir tali einnig um okkur núna, en stundum er betra geta farið ferðina hljóðlega eins og við höfum gert."
"Allir eru að spyrja um hvort Arsenal hafi unnið Manchester United væri gott eða slæmt fyrir okkur, en fyrir mig verðum við að hugsa fyrst og fremst um Arsenal og Chelsea því þau eru nær okkur, ég held að við séum í baráttu við þau um annað sæti í augnablikinu."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum