| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Alonso: Við höfum yfirstigið hindrun
Þótt hinn spænski Xabi Alonso finnist að Liverpool hafi fengið von eftir sigur á Chelsea þá segir hann að allt tal um titilvonir sé hættulegt á þessu stigi.
"Þetta voru frábær úrslit af því að við þurftum öruggan sigur gegn liði eins og Chelsea," sagði hann.
"Þeir hafa verið erfiðir í deildinni síðan að ég kom til liðsins og Rafa tók við stjórninni hér. Við vissum að við höfðum ekki unnið þá í deildinni og þess vegna var svo mikilvægt að sigra þá og sýna að við getum unnið eitt af toppliðunum."
"Við vitum að þeir áttu í einhverjum vandræðum en þeir hafa fullt af frábærum leikmönnum og við stóðum okkur frábærlega."
"Það er hættulegt þegar fólk fer að tala um að sigra titilinn, því við verðum að vera raunhæfir. Staðan sem við erum í núna sýnir að við erum að bæta okkur og ég vill frekar tala um það en aðra hluti. Við erum í góðri stöðu en við verðum að einbeita okkur og hugsa ekki um bilið á milli okkar og hinna liðanna. Þið getið séð að við erum að bæta okkur í hverjum leik."
Alonso fannst líka að það væri mikilvægt að dvelja ekki of lengi á úrslitunum gegn Chelsea því það eru aðrir mikilvægir leikir framundan.
"Allir leikir eru mikilvægir og þegar þú ert búinn að sanna það að þú getir sigrað toppliðin þá verðuru að passa þig að halda áfram sömu leið og áður og ekki halda að þú hafir náð markmiðinu."
"Nú, eftir svona góðann sigur þá er mikilvægt að halda sjálfstraustinu en ekki missa einbeitinguna."
Alonso hefur átt mjög góðann feril hjá Liverpool og vakti hann strax hrifningu stuðningsmanna Liverpool með frábærum sendingum, góðum skotum, frábærri miðjubaráttu og góðum leikskilning. Alls hefur hann leikið 118 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 11 mörk og þar á meðal tvö frá sínum eigin vallarhelming.
"Þetta voru frábær úrslit af því að við þurftum öruggan sigur gegn liði eins og Chelsea," sagði hann.
"Þeir hafa verið erfiðir í deildinni síðan að ég kom til liðsins og Rafa tók við stjórninni hér. Við vissum að við höfðum ekki unnið þá í deildinni og þess vegna var svo mikilvægt að sigra þá og sýna að við getum unnið eitt af toppliðunum."
"Við vitum að þeir áttu í einhverjum vandræðum en þeir hafa fullt af frábærum leikmönnum og við stóðum okkur frábærlega."
"Það er hættulegt þegar fólk fer að tala um að sigra titilinn, því við verðum að vera raunhæfir. Staðan sem við erum í núna sýnir að við erum að bæta okkur og ég vill frekar tala um það en aðra hluti. Við erum í góðri stöðu en við verðum að einbeita okkur og hugsa ekki um bilið á milli okkar og hinna liðanna. Þið getið séð að við erum að bæta okkur í hverjum leik."
Alonso fannst líka að það væri mikilvægt að dvelja ekki of lengi á úrslitunum gegn Chelsea því það eru aðrir mikilvægir leikir framundan.
"Allir leikir eru mikilvægir og þegar þú ert búinn að sanna það að þú getir sigrað toppliðin þá verðuru að passa þig að halda áfram sömu leið og áður og ekki halda að þú hafir náð markmiðinu."
"Nú, eftir svona góðann sigur þá er mikilvægt að halda sjálfstraustinu en ekki missa einbeitinguna."
Alonso hefur átt mjög góðann feril hjá Liverpool og vakti hann strax hrifningu stuðningsmanna Liverpool með frábærum sendingum, góðum skotum, frábærri miðjubaráttu og góðum leikskilning. Alls hefur hann leikið 118 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 11 mörk og þar á meðal tvö frá sínum eigin vallarhelming.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan