Sigurinn var fyrir öllu
Peter Crouch skoraði glæsilega þrennu fyrir Liverpool þegar liðið vann stórsigur 4:1 á Arsenal á laugardaginn. Risinn gerir þó lítið úr afreki sínu og segir sigurinn hafa verið fyrir öllu. Peter segir að Rafael Benítez hafi brýnt sína með til dáða fyrir leikinn með því að rifja upp nokkrar óskemmtilegar minningar fyrir leikinn.
"Auðvitað var þetta skemmtileg stund. Sigurinn var þó það sem mestu skipti því þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Mér er alveg sama hvernig mörkin koma en vissulega var gaman að skora þrennu og ég er mjög ánægður með hana. Það var mjög ánægjulegt að fara heim með keppnisboltann og ná stigunum þremur. Ég fékk úr miklu að moða frá vængjunum. Það er stundum erfitt að vera einn í sókninni og maður verður stundum svolítið einn á báti. Núna var það alls ekki svo og félagar mínir léttu mér lífið."
Liverpool hafði tapað þrívegis illa fyrir Arsenal á þessari leiktíð. Einu sinni í deildinni og svo slógu Skytturnar Liverpool út úr báðum bikarkeppnunum. Rafael Benítez rifjaði upp þessar óþægilegu minningar fyrir mönnum sínum fyrir leikinn. Þessi upprifjun gaf góða raun eins og Peter greindi frá eftir leikinn!
"Framkvæmdastjórinn rifjaði upp fyrir leikinn að við hefðum mátt þola nokkur slæm úrslit gegn Arsenal á þessari leiktíð. Við vildum bæta fyrir þau og vonandi hefur okkur tekist að gera það."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!