| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Bikar- og Skjaldarhafarnir lögðu ensku meistarana. Fimm leikja deildartaphrina stöðvuð. Þetta er leikur Liverpool og Chelsea í hnotskurn.

- Þetta var meistaraslagur. Chelsea er enskur meistari. Liverpool vistar nú F.A. bikarinn og Skjöldinn!

- Þetta var þriðji leikur liðanna á leiktíðinni. Chelsea vann 1:0 á Stamford Bridge en Liverpool vann sællar minningar 2:1 sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn í Cardiff í opnunarleik leiktíðarinnar.

- Enn og aftur mætast liðin. Þetta var þrettánda viðureign liðanna á síðustu þremur leiktíðum.

- Þetta var fjórði sigur Liverpool í þeim leikjum.

- Bæði Rafael Benítez og Jose Mourinho stýrðu liðum sínum í hundraðasta sinn í deildinni.

- Þetta var 56. sigur Liverpool í þessum 100 leikjum. Liðið hefur gert 18 jafntefli og tapað 26 leikjum.

- Liverpool hefur ekki tapað deildarleik á heimavelli frá því liðið tapaði fyrir Chelsea á síðustu leiktíð. Síðan eru liðnir 28 leikir.

- Liverpool hefur ekki fengið á sig mark á heimavelli síðan 28. október þegar liðið vann Aston Villa 3:1.

- Þetta var fyrsta tap Chelsea frá því í nóvember. 

- Liverpool hafði fyrir þennan leik tapað fimm deildarleikjum í röð fyrir Chelsea.

- Dirk Kuyt skoraði níunda mark sitt á leiktíðinni.

- Jermaine Pennant skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.

- Jamie Carragher lék sinn 450. leik sinn með Liverpool.

- Hann mun vera nítjándi leikmaðurinn í sögu Liverpool til að ná þessum leikjafjölda.

- Frank Lampard lék sinn 500. leik á ferli sínum. Hann hefur leikið með Swansea, West Ham United og Chelsea.

- Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir. Stuðningsmenn Liverpool voru ekki lengi að minna hann á ævintýrið í Istanbúl með nokkrum vel völdum söngvum!

Jákvætt:-) Liverpool spilaði einn besta leik sinn á leiktíðinni. Leikmenn liðsins komu gríðarlega ákveðnir til leiks og í raun gerðu þeir út um leikinn á fyrstu tuttugu mínútunum. Jermaine Pennant lék einn besta leik sinn með Liverpool. Hann skoraði líka fyrsta mark sitt með liðinu og það var glæsilegt. 

Neikvætt:-( Ekki neitt!

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Jamie Carragher. Tröllsleg framganga hjá Carra í vörninni. Hann tók Didier Drogba alveg úr umferð.

2. Dirk Kuyt. Skoraði mjög gott mark sem braut ísinn í leiknum. Hann var alltaf á hlaupum í þágu liðsins. Einhvern annan dag hefði hann getað skorað þrennu

3. Steven Gerrard. Hann og Xabi Alonso réðu lögum og lofum á miðjunni. Hann sýndi gríðarlegt úthald og Frank Lampard féll í skuggann af honum.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan