David Martin

Fæðingardagur:
22. janúar 1986
Fæðingarstaður:
Romford, England
Fyrri félög:
MK Dons
Kaupverð:
£ 250000
Byrjaði / keyptur:
12. janúar 2006
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Ungur markvörður sem keyptur var frá MK Dons eftir að hafa staðið sig vel þegar hann var hjá Liverpool til reynslu.  Ferill hans hófst hjá Tottenham þar sem hann fór í gegnum unglingastarf félagsins. Árið 2003 gekk hann í raðir Wimbledon, sem var þó síðar breytt í MK Dons. Hjá MK Dons lék hann sautján leiki áður en hann var fenginn til Liverpool árið 2006.

David hefur verið markvörður varaliðsins síðan þá og hefur í einstaka bikarleikjum fengið að verma varamannabekkinn, hann hefur þó ekki fengið tækifæri á milli stanga aðalliðsins enn sem komið er allavega.

Árið 2007 var hann lánaður til þriðju deildar liðsins Accrington Stanley í mánuð en meiddist eftir aðeins fimm mínútna leik í sínum fyrsta leik fyrir liðið og hélt aftur til Liverpool. Eftir meiðslin snéri hann aftur til Accrington og kláraði tímabilið þar.

Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá fyrstu deildarliðinu Leicester City þar sem hann stóð sig frábærlega og hélt til að mynda hreinu í þrettán af 26 leikjum sínum með liðinu. Honum líkaði vel við dvöl sína hjá Leicester og hefur greint frá því að hann vilji gjarnan vera þar lengur.

Tölfræðin fyrir David Martin

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2007/2008 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2008/2009 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um David Martin

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil