David Martin fær nýjan samning
Liverpool hefur gert nýjan samning við markvörðinn David Martin. Þessi nýi samningur gildir fram á sumar 2010. David hefur enn ekki leikið með aðalliði Liverpool en hann hefur 19 sinnum verið varamarkvörður. Hann lék lykilhlutverk með hinu sigursæla varaliði Liverpool á leiktíðinni.
Hugsanlega er samningurinn vísbending um að hann sé hugsaður sem næsti varamarkvörður liðsins. Charles Itandje hefur verið fyrsti varamarkvörður fyrir Jose Reina á þessari leiktíð en hann er einn þeirra leikmanna sem líklegt er talið að fari frá Liverpool í sumar.
David Martin kom til Liverpool frá MK Dons í janúar 2006. Hann þykir efnilegur og mörgum finnst hann ekki verri kostur en Charles ef það þarf að leysa Jose Reina af. Það hefur nokkuð verið gagnrýnt að enskir markmenn eins og David fái ekki tækifæri. Þess í stað séu markmenn sótti til útlanda sem eru í raun ekkert betri en heimamenn.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna