Enn einn sendur í lán
Það er ekkert lát á því að Liverpool sendi unga og efnilega leikmenn í lán. Einn bættist í þann hóp í dag þegar Liverpool lánaði markvörðinn unga David Martin til Accrington Stanley sem leikur í neðstu deild. Ekki er þó um venjulegan lánsamning að ræða því lánið er skilgreint sem "neyðarlán" og lánstíminn nær til 22. mars. Líklega er mikið um meiðsli hjá markvörðum Accrington Stanley. Þegar svo er má lána markverði. Þess má geta að aðalmarkvörður Accrington er Ian Dunbavin sem er alinn upp hjá Liverpool. Hann er nú á meiðslalista.
David kom til Liverpool frá MK Dons í janúar 2006. Hann hefur verið leikið flesta leiki varaliðsins á þessari leiktíð. Að auki hefur hann sex sinnum verið varamaður hjá aðalliðinu á þessari leiktíð.
Líklegt er talið að Ítalinn Daniele Padelli komi til með að standa í marki varaliðsins á meðan Martin verður í burtu.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna