Ber er hver að baki nema sér bróður eigi
Björn Helge Riise, yngri bróðir John Arne, vakti mikla athygli í síðustu landsliðshrinu sem fór fram í byrjun júní. Hann lék báða landsleiki Norðmanna gegn Möltu og Ungverjalandi. Norðmenn unnu báða leikina 4:0.
Þeir bræður komu mikið við sögu í leikjunum. John Arne skoraði eitt mark í fyrri leiknum og lagði upp annað í þeim seinni. Björn Helge gerði sér lítið fyrir og lagði upp þrjú mörk í fyrri leiknum!
Björn Helge, sem þykir efnilegur, leikur nú með Lilleström í Noregi. Ef minnið begst ekki þá fór hann til Manchester City þar sem hann æfði um tíma. Ekkert varð af samningi í það sinnið.
John Arne á sér þann draum að þeir bræður spili með sama liðinu. Litli bróðir er þó ekki alveg viss um að það sé góð hugmynd að þeir spili með sama félagsliðinu!
John Arne Riise: "Ég ætla núna að láta Struan Marshall, umboðsmann minn, vita af Björn Helge. Draumurinn er sá að við munum báðir spila með sama félagsliðinu."
Björn Helge Riise: "Til að komast á samning til Englands verð ég að leggja hart að mér á hverri æfingu og spila mjög vel með Lilleström. Hjá Lilleström get ég lagt grunn að því hversu góður leikmaður ég get orðið. Ef ég stend mig með félagsliðinu mínu þá get ég líka haldið áfram að spila vel með landsliðinu. Ég veit þó ekki ef það væri góð hugmynd að við spiluðum með sama félagsliðinu. Það er gott að hafa hæfilega fjarlægð. En það væri vissulega gaman að spila í sömu deild. Þá gætum við mæst maður á móti manni. Ég myndi nota tækifærið að fella hann. Ég hef alltaf átt mér þann draum að spila á Englandi. Nú sem stendur er ég þó mjög ánægður hjá Lilleström og ég nýt þess sem er að gerast hérna."
Þeir bræður voru fyrst valdir saman í norska landsliðið á liðnu hausti. John Arne hefur leikið 62 landsleiki. Í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk. Björn Helge á þrjá landsleiki að baki.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!