| Sf. Gutt

Verður leikmaður Liverpool tekinn í Dýrlingatölu?

Það er nokkur áhugi á því að taka einn leikmann Liverpool í dýrlingatölu. Það á þó eftir að koma í ljós hvort forráðamenn Liverpool leyfa það. George Burley, framkvæmdastjóri Southampton, vill fá Danny Guthrie til liðs við Southampton. Danny var í láni hjá Dýrlingunum seinni hluta nýliðinnar leiktíðar og stóð sig vel í þeim tíu leikjum sem hann spilaði. Southampton komst í umspil um sæti í efstu deild en tapaði naumlega fyrir Derby sem komst svo upp eftir 1:0 sigur á W.B.A. í úrslitaleik. George hafði þetta að segja um Danny.

"Danny stóð sig mjög vel. Mér líkar vel við Danny og við höfum hug á að skoða þetta mál en auðvitað snýst þetta eitthvað um peninga. Hann er aðeins tvítugur og býr yfir hæfileikum. Hann kom hingað og stóð sig vel hjá okkur. Við ætlum að skoða málið í sumar. Sem stendur þá er hann ekki í aðalliðshópi Liverpool svo kannski eigum við möguleika á að fá hann."

Danny lék sjö leiki með aðalliði Liverpool á þessari leiktíð og þótti standa fyrir sínu. Hann var líka lykilmaður í varaliðinu og var fyrirliði þess. Hann gerði nýjan samning við Liverpool fyrr á þessari leiktíð sem gildir næstu tvö árin.

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan