Byrjum af krafti!
Á morgun mun leikjaniðurröðun í ensku Úrvalsdeildinni vera opinberuð og vonast Liverpool eftir því að sú niðurröðun muni reynast hagstæðari en í fyrra þegar liðið mætti Manchester United, Arsenal, Bolton, Chelsea og Everton öllum á útivelli snemma á leiktíðinni. Liverpool náði ekki að vinna útileik í deildinni fyrr en í byrjun desember.
Hægri bakvörðurinn Steve Finnan segir að byrjunin skiptir mjög miklu máli og að mikilvægt sé að halda í við toppliðin frá byrjun en það tókst ekki hjá Liverpool í fyrra.
"Þegar maður dregst aftur úr toppliðunum þá veit maður að Evrópukeppnin er besti kosturinn í stöðunni. Við lentum einmitt í því á síðasta tímabili. Það sýnir það bara hve mikilvægt það er að byrja deildina vel og vonandi náum við því á næsta tímabili. Við fáum um það bil fjórar til fimm vikur til að hvíla okkur og ég vona að það mun hjálpa okkur við að byrja deildina vel." sagði Steve Finnan við tímaritið LFC.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!