Gonzalez ekki til Betis ef liðið fellur
Mark Gonzalez segist hafa skrifað undir samning um að ganga til liðs við Real Betis fyrir næstkomandi tímabil. Samningurinn er þó háður því að Betis nái að halda sæti sínu í spænsku úrvalsdeildinni.
Real Betis er ekki í fallsæti fyrir síðustu umferðina í spænsku deildinni sem fram fer um helgina en þeir eru engu að síður í mikilli fallhættu. Athletic Bilbao, Celta Vigo og Real Sociedad eru að berjast við Betis og eru tvö síðastnefndu liðin í fallsæti. Betis stendur þó best að vígi af þessum liðum.
Betis á hins vegar útileik við Racing Santander á meðan Celta og Bilbao eiga heimaleiki við Levante og Getafe. Það er því mikil spenna í lofti fyrir síðustu umferðina á Spáni og munu úrslitin þar hafa áhrif á gang mála varðandi leikmannakaup og sölur nokkurra enskra liða.
Mark Gonzalez sagði í viðtali við spænska blaðið Marca: ,,Ég hef verið heppinn að vera hjá Liverpool og ég myndi vilja halda áfram að vera hér. En leikmaður eins og ég vill spila miklu meira en ég mun gera hjá Liverpool."
,,Samningur minn við Betis er tilbúinn en hann mun falla úr gildi ef þeir falla úr úrvalsdeildinni. Ef allt gengur að óskum hjá þeim þá mun ég ganga til liðs við þá eftir að Copa America lýkur."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni