Landsliðsfréttir
Enska undir 21. árs liðið gerði sitt annað jafntefli, í jafn mörgum leikjum, í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða. Liðið gerði 2:2 jafntefli við Ítali og fór illa að ráði sínu. Enska liðið byrjaði nefnilega frábærlega og komst tveimur mörkum yfir. David Nugent, uppeldissonur Liverpool, sem leikur með Preston skoraði á 24. mínútu. Tveimur mínútum seinna jók Leroy Lita, leikmaður Reading, forystuna. Hann bætti þar með fyrir að hafa misnotað vítaspyrnu í fyrsta leiknum gegn Tékkum. Ítalir gáfust hins vegar ekki upp og Giorgio Chiellini minnkaði muninn á 35. mínútu. Alberto Aquilani jafnaði svo metin á 69. mínútu. Þar við sat þrátt fyrir marktækifæri á báða bóga. Englendingar leika við Serba um helgina og þá ræðst hvort liðið kemst í undanúrslit.
Scott Carson jafnaði landsleikjametið í þessum aldursflokki í þessum leik. Hann lék sinn 27. landsleik og jafnaði met sem Jamie Carragher og Gareth Barry, leikmaður Aston Villa, áttu. Scott hefur að auki leikið tvo B landsleiki en hefur enn ekki leikið með aðalliðinu þrátt fyrir að hafa verið nokkrum sinnum valinn í þann hóp.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!