Landsleikjafréttir
Enska undir 21. árs landsliðið lék í kvöld við Serba í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða. Þessi leikur réði úrslitum um hvort enska liðið kæmist áfram í keppninni. Svo fór að enska liðið vann 2:0 og komst áfram í undanúrslit keppninnar.
Leroy Lita, leikmaður Reading, kom enska liðinu yfir strax á 5. mínútu með öðru marki sínu í keppninni. Serbar voru nokkrum sinnum nærri því að jafna metin og Scott Carson varð nokkrum sinnum að vera vel á verði. Best varði hann þegar einn sóknarmanna Serba komst einn í gegn. Englendingar tryggðu sigurinn á 77. mínútu þegar Matt Derbyshire leikmaður Blackburn Rovers, sem kom inn sem varamaður skoraði. Serbar voru hinir verstu þegar Matt skoraði því einn leikmanna þeirra lá meiddur á vellinum þegar hann skoraði. Markið stóð þó. Tom Huddlestone, leikmaður Tottenham, var rekinn af leikvelli undir lokin. Sigurinn kom enska liðinu í undanúrslit þar sem það mætir heimaliði Hollendinga á miðvikudaginn.
Scott Carson setti landsleikjamet í leiknum. Hann lék sinn 28. landsleik með undir 21. árs liðinu.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!