Scott Carson kemur aftur heim
Scott Carson kemur aftur heim í sumar eftir lánsdvölina hjá Charlton Athletic. Rafael Benítez segir að hann verði hjá Liverpool á næstu leiktíð. "Ég talaði nýlega við Scott og sagði honum að hann yrði hluti af aðalliðshóp okkar á næstu leiktíð. Hann verður að berjast við Pepe Reina um sæti í byrjunarliðinu. Við vissum, þegar við höfðum betur í baráttu við Chelsea um að kaupa hann, að hann væri hæfileikaríkur markvörður. Hann öðlaðist góða reynslu á síðustu leiktíð og núna kemur hann til baka til okkar."
Þessi ummæli Rafael Benítez binda endi á vangaveltur um að Scott Carson myndi hugsanlega yfirgefa Liverpool núna í sumar. Scott stóð sig gríðarlega vel hjá Charlton og var valinn besti maður liðsins á síðustu leiktíð. Á leiktíðinni þar áður var hann um tíma í láni hjá Sheffield Wednesday og stóð vel fyrir sínu. Scott hefur verið af og til valinn í enska aðallandsliðið nú síðast í vor. Hann hefur leikið tvo B landsleiki og 29 leiki með undir 21. árs liðinu. Nú er að sjá hversu marga leiki hann leikur með Liverpool á næsti leiktíð.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!