Djibril verður ekki lánaður aftur
Á dögunum voru nokkrir fjölmiðar með vangaveltur þess efnis að Djibril Cissé yrði aftur sendur í lán. Jafnvel yrði hann lánaður aftur til Marseille þar sem hann stóð sig vel á síðustu leiktíð. Rafael Benítez hefur þó útilokað að Liverpool muni lána Djibril aftur. "Staðan með Djibril er hrein og klár. Ef eitthvað annað félag vill fá leikmanninn verður það að kaupa hann. Við viljum ekki lána hann aftur."
Nú er að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Djibril Cissé. Að öllum líkindum vill Rafael Benítez selja hann. Líklega er áhugi fyrir því hjá Marseille að kaupa þennan snjalla sóknarmann. Það gæti líka farið svo að Djibril verði notaður upp í kaup á dýrum sóknarmanni.
Djibril Cissé kom til Liverpool sumarið 2004 og á enn tvö ár eftir af samningi sínum. Hann hefur hingað til leikið 79 leiki með Liverpool og skorað 24 mörk. Eins og áður sagði þá lék Djibril sem lánsmaður með Marseille á síðustu leiktíð. Hann skoraði átta deildarmörk í 21 leik og lék þó aðeins um það bil hálfa leiktíðina. Hann skoraði að auki sjö mörk í frönsku bikarkeppninni. Marseille komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Sochaux.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!