Momo Sissoko framlengir samning sinn
Mikið hefur verið rætt um framtíð Momo Sissoko hjá Liverpool í sumar og hann verið margsinnis orðaður við félagskipti í sumar. Bæði Juventus og Barcelona hafa verið sögð hafa mikinn áhuga á að fá hann til sín í sumar. Sjálfur segir hann að sér hafi ekki einu sinni dottið það í hug að yfirgefa Liverpool.
Momo Sissoko skrifaði undir fjögurra ára samning við liðið sem gildir til ársins 2011. Hann sagði í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool: "Ég hugsaði aldrei um að yfirgefa Liverpool. Ég las slúðurfréttir sem að orðuðu mig við önnur lið en ég er nú þegar hjá stóru liði og er virkilega stoltur af því að geta kallað sjálfan mig Liverpool leikmann."
"Ég er ferskur og get ekki beðið eftir að nýtt tímabil hefjist. Ég er alveg laus við meiðsli og þrátt fyrir það að baráttan um sæti í liðinu verði erfið vegna þess að við höfum svo marga frábæra miðjumenn, þá er ég meira en tilbúinn í að berjast um stöðu í liðinu. Það gaf mér auðvitað mikið sjálfstraust að heyra að stjórinn hefði trú á mér og vilji að ég verði áfram hjá félaginu. Nú vill ég standa fyrir mínu og endurgjalda honum traustið inni á vellinum."
Liverpool hefur nú gert nýja samninga við flesta af sínum helstu lykilmönnum. Þeir Momo Sissoko, Steven Gerrard, Jamie Carragher, Xabi Alonso og Jose Reina hafa allir skrifað undir nýja samninga við félagið í sumar. Talið er líklegt að Steve Finnan og John Arne Riise verði næstir til að skrifa undir nýja samninga.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!