Fernando Torres mun aðlagast fljótt
Síðasta sólarhringinn áttu leikmannaskipti sér stað á milli Liverpool og Atletico Madrid. Eins og flestir vita þá fékk Liverpool til liðs við sig Fernando Torres frá Atletico Madrid og Atletico Madrid fékk Luis Garcia frá Liverpool. Kaupin voru þó ekkert tengd nema þá bara að bæði félögin fengu leikmann frá hinu.
Luis Garcia var kynntur sem leikmaður Atletico Madrid í gær. Fyrr í dag var svo Fernando Torres kynntur fyrir fjölmiðlum á Anfield. Luis Garcia var spurður að því hvort að hann teldi að samlandi hans Fernando Torres myndi ná að slá í gegn hjá Liverpool. Hann svaraði:
"Ég hef ekki talað við Torres en það er sama hvar hann spilar því hann mun alltaf gera sitt besta. Ég held að góðir leikmenn aðlagist vel hvaða liði sem er í hvaða deild sem er og Torres er einn af þeim leikmönnum."
Á myndinni sést svo mynd af Luis Garcia í búningi Atletico Madrid þar sem að hann mun leika á næstunni.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna