Af kvennaliðinu
Núna er landsleikjahlé í kvennadeildum Evrópu. Það er mikið búið að ganga á hjá kvennaliði Liverpool síðustu vikurnar. Hér er allt það helsta.
Þann 27. febrúar var tilkynnt að Matt Beard yrði ekki lengur framkvæmdastjóri kvennaliðsins. Gengi liðsins hafði verið undir væntingum en þessi ákvörðun kom samt á óvart. Amber Whiteley tók við stjórn liðsins.
Liverpool mætti botnliði Crystal Palace í byrjun mars. Leikurinn var á heimavelli Palace og Liverpool náði 0:1 sigri. Þetta var fyrsti leikurinn undir stjórn Amber.
Liverpool tapaði síðasta leik fyrir hlé þegar liðið tapaði 1:2 á heimavelli fyrir Aston Villa. Slæmt tap því Villa er í næst neðsta sæti í deildinni með 13 stig. Crystal Palace er neðst með níu stig.
Chelsea er efst með 48 stig. Liverpool hefur 21 stig í sjötta sæti. Fjórar umferðir eru eftir í deildinni.
Núna á sunnudaginn mætir Liverpool toppliði Chelsea í undanúrslitum í FA bikarnum. Ljóst er að sá leikur verður geysilega erfiður. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Manchester liðin.
-
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn!