Af Suður Ameríkukeppninni
Chíle komst áfram í Suður Ameríkukeppninni í nótt. Mark Gonzalez lagði sitt af mörkum til þess þegar Chíle og Mexíkó gerðu markalaust jafntefli. Mark var reyndar ekki í byrjunarliðinu en kom inn sem varamaður og lék lokakafla leiksins. Hann lét lítt að sér kveða. Leikurinn var bragðdaufur og fátt um fína drætti.
Í hinum leik riðilsins áttust Brasilíumenn og Ekvador við. Brasilía vann 1:0. Robinho, leikmaður Real Madrid, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Mexíkó hlaut sjö stig í þessum riðli. Brasilía fékk sex stig og Chíle fjögur. Ekvador rak lestina án stiga. Þrjú efstu liðin eru komin áfram í keppninni. Mark Gonzales er því ekki enn kominn í sumarfrí.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni