| Ólafur Haukur Tómasson

Kewell ætlar að launa Rafa traustið

Eftir fjögur tímabil sem öll hafa einkennst eitthvað af meiðslum þá stefnir Harry Kewell að því að vinna sér inn nýjan samning hjá félaginu en það styttist í að hans samningur klárist. Hann er nú nýkominn uppúr meiðslum og tók meðal annars þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok síðasta tímabils.

Kewell sagði við Daily Star: "Ég ætla að leggja mig allan fram til þess að vinna mér inn nýjan samning hjá Liverpool."

Hann ætlar sér að sýna Rafa Benítez hve þakklátur hann sé við hann fyrir að hafa sýnt sér svo mikla trú og traust eftir fjögur mislukkuð tímabil hjá Liverpool.

"Ég skulda stjóranum, Rafa Benítez. Hann hefur haft mikinn áhuga á mér og ég vill endurgjalda honum trúnna sem hann hefur haft á mér."

Meiðsli hans hafa orsakað það að hann hefur eingöngu leikið 123 leiki fyrir Liverpool síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2003.

"Þetta hefur verið erfiður tími meðan ég hef verið meiddur. Stuðningsmennirnir hafa verið ósáttir útí mig og ég hef líka verið ósáttur útí mig. En mér líður vel núna og er full heilsu og ætla mér að stefna á stórt tímabil með Liverpool næsta vetur. Ég vil gjarnan vera hjá félagi eins og Liverpool eins lengi og ég get." bætti Kewell síðan við.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan