Danny Guthrie til Bolton
Hinn tvítugi miðjumaður Danny Guthrie hefur samþykkt að ganga til liðs við Bolton Wanderers og leika með þeim á næsta tímabili undir stjórn fyrrum leikmanns Liverpool, Sammy Lee. Það var greint frá þessu í júní en þá var Guthrie í sumarfríi og gat ekki lokið félagsskiptunum fyrr en núna. Lánssamningurinn verður yfir allt næsta tímabil.
Danny Guthrie kom uppúr Akademíu Liverpool og hefur leikið sjö leiki fyrir aðalliðið og staðið sig með sóma. Hann var svo lánaður til Southampton síðustu tvo mánuði síðasta tímabils og hjálpaði hann liðinu að komast upp í umspilinu fyrir lausu sæti í Úrvalsdeildinni. Hann varð fljótt mjög vinsæll meðal stuðningsmanna og þjálfara Southampton og vildu þeir ólmir halda honum.
Sumir vilja gjarnar bendla Guthrie sem hinn næsta Steven Gerrard og verð ég að játa að maður sér stundum svipaða takta hjá þeim. Starfsliðið á Anfield hugsar vel um hann enda miklar vonir bundnar við hann og er frábær reynsla fyrir hann að fá að leika með liði í ensku Úrvalsdeildinni.
Rafael Benítez hefur sjálfur sagst ekki ætla að bæta mörgum leikmönnum við liðið í sumar vegna þess að félagið er fullt af ungum leikmönnum sem geta látið að sér kveða.Hins vegar myndu þeir einnig þurfa að senda leikmenn á lán einfaldlega vegna þess að þeir gætu ekki allir fengið tækifæri.
Nú þegar hafa þeir Godwin Antwi og Paul Anderson, ásamt Danny Guthrie, gengið til liðs við félag á lánssamningi og hafa verið orðrómar um að Gabriel Paletta gæti einnig verið á leið í útlán.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!