| AB

Jerzy Dudek fer til Real Madrid

Jerzy Dudek skrifaði í dag undir samning við Real Madrid. Athygli vekur að Dudek vildi ekki dvelja lengur hjá Liverpool sökum þess að hann fékk fá tækifæri á milli stanganna og ekki aukast líkurnar á því hjá konunglega liði Madríd-borgar. Áður keppti hann við varamarkvörð spænska landsliðsins um sæti í byrjunarliðinu en nú verður hann að kljást við aðalmarkvörð Spánverja, Iker Casillas.

Rifjum upp orð hans frá maí sl.: "Ég hélt kyrru fyrir á þessu tímabili því Scott Carson var lánaður til Charlton og hagur liðsins var meiri en minn eiginn. Nú fer ég í sumar. Samningur minn er útrunninn og ég verð að spila reglulega. Mig hungrar í að spila og sætta mig við vonbrigðin yfir því að missa af HM. Ég mun ekki finna betra félag en Liverpool. Ég elska borgina og félagið."

 

 

 

 

 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan