| Sf. Gutt

Af Asíukeppninni

Asíukeppni landsliða stendur nú yfir. Ástralir voru talir sigurstranglegir áður en keppnin hófst en nú eru þeir í hættu að falla úr leik strax í riðlakeppninni. Þeir töpuðu óvænt 3:1 fyrir Írak í morgun. Ástralir eru því með aðeins eitt stig eftir tvo fyrstu leikina í riðlakeppninni. Á mánudag spila Ástralir síðasta leik sinn í riðlinum við Tælendinga. Ef Ástralir vinna ekki þann leik eru þeir úr leik og það yrði sannarlega óvænt niðurstaða.

Harry Kewell lék með Áströlum og náði sér ekki á strik frekar en félagar hans. Mark Viduka skoraði eina mark Ástrala. Harry var ómyrkur í máli eftir leikinn að liðið hefði verið slakt og nú dygði ekki annað en hver einasti maður í liðinu myndi rífa sig upp og standa undir nafni í síðasta leiknum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan